Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti á upplýsingafundi Almannavarna í dag, að nú sé að hefjast formleg blóðsöfnun á vegum sóttvarnalæknis til að mæla mótefni gegn covid-19 kórónuveirunni.
Söfnunin verður unnið í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og er ekki rannsóknarverkefni, heldur könnun sóttvarnalæknis til að meta hversu stórt hlutfall þjóðarinnar hefur í reynst sýkst af veirunni og myndað mótefni gegn henni.
Hvatti Þórólfur landsmenn til að taka þátt í könnuninni, því niðurstöður úr henni verði notaðar til að ákveða næstu skref varðandi tilslakanir á þeim takmörkunum sem hafa verið í gildi undanfarnar vikur og mánuði.
Blóðsöfnunin mun einkum fara fram samhliða blóðprufum og almennri heilsugæsluþjónustu og sagði Þórólfur að blóðið sem safnist vegna þessa, verði ekki notað í öðrum tilgangi.