Boðað til starfsmannafundar í Seðlabankanum

Seðlabanki Íslands mun leggja sveiflujöfnunarauka á bankakerfið á laugardaginn.

Boðað hefur verið til starfsmannafundar í Seðlabankanum í dag kl. 14. Jafnvel er búist við að tilkynnt verði þar um skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir.

Sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins tók gildi um áramótin og því er eðlilegt að starfsmenn sameinaðrar stofnunar fundi, en samkvæmt heimildum Viljans er gert ráð fyrir að jafnframt verði tilkynnt um ýmsar skipulagsbreytingar. Annað hvort á fundinum eða fljótlega eftir hann.

Yfirstjórn Seðlabankans sér hagræðingartækifæri í því að yfirstjórnir tveggja stofnana séu sameinaðar og færðar undir eitt þak.

Viljinn mun skýra nánar frá efni fundarins síðar í dag.