Boðað til þriggja upplýsingafunda þríeykisins

Frá einum af fjölmörgum upplýsingafundum Almannavarna. / Lögreglan.

Fyrirhugað er að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis haldi þrjá upplýsingafundi dagana 8. til 12. júní.

Fundirnir verða haldnir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða þeir sýndir í beinni útsendingu, líkt og upplýsingafundirnir sem haldnir voru vikum saman í gámabyggingu framan við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og hlutu þjóðarathygli.

Gera má því skóna að efnt sé til fundanna vegna fyrirhugaðrar opnunar landsins fyrir ferðamönnum þann 15. júní nk. og áforma um skimun í Leifsstöð, en auk þess stendur til að draga enn frekar úr ýmsum takmörkunum sem í gildi eru frá samkomum, starfsemi og fl.