Borgin braut jafnréttislög og greiðir þrjár milljónir í skaðabætur

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Reykja­vík­ur­borg og hæsta­rétt­ar­lögmaður­inn Ástráður Har­alds­son hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að Reykja­vík­ur­borg greiði Ástráði þrjár millj­ón­ir króna eft­ir að borg­in braut jafn­rétt­is­lög við skip­un borg­ar­lög­manns.

Ástráður Haraldsson héraðsdómari.

Frá þessu er skýrt í Morgunblaðinu í dag.

Ástráður er nú dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en hann sótti á sínum tíma um starf borgarögmanns og taldi kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála hann hafa verið hæf­ari en Ebba Schram, sem skipuð var í embættið í fyrrasumar.

Það þýðir að jafnréttislög voru broti, að mati nefndarinnar og hafa Reykjavíkurborg og Ástráður nú komist að samkomulagi um lyktir málsins, með því að borgin greiðir honum þrjár millj­ón­ir eigi síðar en 21. janú­ar nk.

Arfaslök stjórnsýsla

Á fundi borgarráðs í gær, lögðu þær Vigdís Hauksdóttir (Miðflokki) og Kolbrún Baldursdóttir (Flokki fólksins) fram bókun, sem hljóðar svo:

„Þetta samkomulag Reykjavíkurborgar, annars vegar og Ástráðs Haraldssonar (ÁH) hins vegar að greiða honum 3 milljónir staðfestir skömmina að borgin skyldi hafa brotið jafnréttislög, borg sem hefur hreykt sér fyrir að jafnrétti sé í heiðri haft.

Þetta var brot á jafnréttislögum, sem er háalvarlegt mál. Hér er dæmi um enn eitt málið sem útsvarsgreiðendur þurfa að standa skil á í arfaslakri stjórnsýslu í ráðningarmálum í Ráðhúsi Reykjavíkur.“