Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns.
Frá þessu er skýrt í Morgunblaðinu í dag.
Ástráður er nú dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en hann sótti á sínum tíma um starf borgarögmanns og taldi kærunefnd jafnréttismála hann hafa verið hæfari en Ebba Schram, sem skipuð var í embættið í fyrrasumar.
Það þýðir að jafnréttislög voru broti, að mati nefndarinnar og hafa Reykjavíkurborg og Ástráður nú komist að samkomulagi um lyktir málsins, með því að borgin greiðir honum þrjár milljónir eigi síðar en 21. janúar nk.
Arfaslök stjórnsýsla
Á fundi borgarráðs í gær, lögðu þær Vigdís Hauksdóttir (Miðflokki) og Kolbrún Baldursdóttir (Flokki fólksins) fram bókun, sem hljóðar svo:
„Þetta samkomulag Reykjavíkurborgar, annars vegar og Ástráðs Haraldssonar (ÁH) hins vegar að greiða honum 3 milljónir staðfestir skömmina að borgin skyldi hafa brotið jafnréttislög, borg sem hefur hreykt sér fyrir að jafnrétti sé í heiðri haft.
Þetta var brot á jafnréttislögum, sem er háalvarlegt mál. Hér er dæmi um enn eitt málið sem útsvarsgreiðendur þurfa að standa skil á í arfaslakri stjórnsýslu í ráðningarmálum í Ráðhúsi Reykjavíkur.“