Boris er mættur til leiks: Sigraði með yfirburðum

Boris Johnson.

Boris Johnson er nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann verður forsætisráðherra Breta eftir fund með Elísabetu drottningu á morgun.

Úrslit voru kunngjörð í leiðtogakosningu Íhaldsflokksins í morgun og fékk Johnson ríflega 66% atkvæða, en Jeremy Hunt utanríkisráðherra ríflega þriðjung atkvæða.

Í þakkarræðu sinni lýsti Johnson því að nú væri vinnan að hefjast af alvöru, Brexit væri stóra verkefnið og að því bæri að stefna. Hann blés flokksfólk í kjark í brjóst og þakkaði Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, sérstaklega fyrir hennar ósérhlífni við erfiðar aðstæður.