Boris með Kórónaveiruna: Kominn í einangrun í Downingsstræti 10

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, fann fyrir særindum í hálsi og auknum hósta í gærkvöldi. Að ráði lækna var hann skimaður fyrir Kórónuveirunni Covid-19 og nú er jákvætt svar komið í ljós. Hann er með veiruna.

Forsætisráðherrann tilkynnti þjóð sinni þetta nú áðan í ávarpinu sem má sér hér að neðan, en hann verður í einangrun næstu tvær vikurnar í forsætisráðherrabústaðnum í Downingsstræti 10 í Lundúnum.