„Það var enginn sameiginlegur orkumarkaður til, þegar við skrifuðum undir EES-samninginn árið 1992. Það er seinni tíma mál. Það er alveg skýrt og óvéfengt, að í EES-samningnum eiga aðildarríkin ótvíræðan rétt á því að hafna löggjöf sem er upprunnin frá ESB,“ það komi mjög skýrt fram í greinargerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Hirst um hina stjórnskipulegu hlið málsins. „Þetta hefur enginn véfengt,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, f.v. ráðherra, sem var fundargestur á hádegisfundi sem Ögmundur Jónasson, f.v. ráðherra og þingmaður VG stóð fyrir í Safnahúsinu í dag.
Fundurinn fjallaði um hvort Ísland væri að missa yfirráð yfir orkunni og hvort að 3ji orkupakki ESB sé enn ein varðan á þeirri vegferð.
Jón Baldvin benti á fordæmi fyrir því að það hafi verið gert.
Póstmálapakkinn norski, járnbrautir, jarðgas og skipaskurði, m.a. „vegna þess að hér séu engar andskotans járnbrautir.“
Um hvað gerist við að segja nei, segir Jón Baldvin: „Það gerist nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur, annar en sá að EES nefndin staðfestir undanþáguna, sem er varanleg, og landið nýtur þá ekki heldur neinna réttinda sérstakra á hinum sameiginlega markaði.“
undirstrikar það hversu andstaðan við orkupakkann er þvert á flokka.
Frummælendur fundarins voru Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, fyrrverandi rafmagnsstjóri ISAL, Birgir Örn Steingrímsson, hag- og fjármálafræðingur, Elías B. Elíasson, verkfræðingur, Erlendur Borgþórsson, framkvæmdastjóri, Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og Ingibjörg Sverrisdóttir, ferðaráðgjafi.
Bekkurinn var þétt skipaður á fundinum, og urðu margir að standa. Ýmsir framámenn voru mættir, og fengu að tjá sig að fyrlrlestrum loknum. Athygli vakti, að fólk úr öllum flokkum var mætt til fundar og undirstrikar það hversu andstaðan við orkupakkann er þvert á flokka.
Guðni Ágústsson fv. formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, sagði ræður fyrirlesaranna eiga það sameiginlegt að vera „hryllingsræður,“ eftir að hafa stigið í pontu og farið með kveðskap.
„Börnin mín og barnabörnin munu ekki eiga þetta land,“ sagði hann.
Hann sagði málið stærra en Icesave málið og kvaðst vera á móti EES-samningnum, og sagði margbúið að brjóta stjórnarskrána. Hann skaut á Jón Baldvin í ræðu sinni varðandi stuðning við EES samninginn.
„Evrópusambandið er eins og bröndótti kötturinn á Brúnastöðum. Hann lá í sólskini á sunnudögum, að veiða sér 3-4 mýs og lék sér að þeim í hitanum. Hann skildi aldrei við þær án þess að bíta af þeim hausinn,“ og vísaði hann þarna til samskipta ESB við EES ríkin.
„Gerum þetta mál að fúleggjum undir ríkisstjórninni.“ Hann var sannfærður um að nú sé það orkan og næst verði það vatnið: „Um þetta verður slegist.“
Rafstrengir þvers og kruss
Ólafur Ísleifsson alþingismaður steig á stokk og lýsti sjónarmiðum Miðflokksins, og benti á að amk. fimm aðilar úr flokknum sætu fundinn.
Ómar Ragnarsson spurði hvað yrði um íslenska náttúru. Hann lýsti áhyggjum af því að fleiri en einn sæstrengur yrðu lagðir og afleiðingarnar yrðu rafstrengir „þvers og kruss um íslenska náttúru.“ Hann nefndi að á fundi Landsvirkjunar hefði komið fram að tíu sinnum meiri orka yrði framleidd en íslensk heimili þyrftu og að nú þegar hafi hundrað nýjar rannsóknarbeiðnir hefðu borist.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins, steig í pontu. Hún sagði ekkert skilja í því að hafa ekki fyrr en nýlega vitað af orkupakka þrjú og finnst að málið eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Erlendur Magnússon sagði í fyrirlestri sínum, að með orkupakka 1 hafi dreifikerfi aðskilin frá orkuframleiðendum og grunnurinn að frjálsri samkeppni á orkumarkaði hafi verið lagður. Raforka á Íslandi var þá í fyrsta skipti skilgreind markaðsvara, en ekki almannagæði. Hann hafi einungis valdið auknum kostnaði á Íslandi og dýrari raforku fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Með orkupakka 2 mátti bjóða orku upp á uppboðsmarkaði og stunda afleiðuviðskipti, en ekki var skylda að innleiða hann. Bann við sameiginlegri auðlindastýringu var innleidd og hann feli sér annmarka fyrir íslenskar aðstæður, að mati Erlendar.
Forsaga orkupakka 3 hafi verið ráðstefna ESB árið 2007, en ríki hafi ekki farið eftir reglunum sem þeir fólu í sér. Nefnd hafi verið skipuð til að hafa miðlæga stjórn og eftirlit með því að skilyrðum orkupakkanna yrði framfylgt. Þá hafi grunnurinn að ACER lagður. Mikilvægt þótti að orkustofnanir fengju sektarheimildir. Hann sagði að úrskurðir kærunefndar ACER endanlega og ekki áfrýjanlega. Gagnrýni hafi komið fram á að það sé ekki lýðræðislegt. Hámarkssekt til Landsvirkjunar gæti orðið allta að 6,3 milljörðum, eða 10% af tekjum.
Með 4. orkupakkanum verði Ísland skilgreint sem hráorkuframleiðandi, þar sé m.a. talað um djúpborun. Bandaríkjamenn hafi hafnað svipuðum verkefnum vegna allt of mikilla inngripa í náttúruna. Með orkupakka 3 sé skylda að innleiða þetta frjálsa markaðskerfi og stofna embætti eftirlitsaðila hérlendis, sem yrði væntanlega Orkustofnun, og lyti ekki valdi innlendra stjórnvalda, heldur ESA/ACER. Fyrir EFTA ríkin verður ESA milliliður á milli eftirlitsaðila og ACER. Lög Alþingi verða sett til hliðar, stangist þau á við Evrópuréttinn, að sögn Erlendar. Ísland er með 4 lægsta orkuverð í Evrópu. Ekki mun verða jöfnun, heldur muni lægri löndin hækka upp í einskonar meðaltal. Orkupakki 4, vetrarpakkinn er áætlaður að koma út árið 2020. Hann sé ESB nauðsynlegur til að geta staðið við Parísarsamkomulagið.
Tvöfaldur fingurbrjótur
Bjarni segir að í fyrirvörum stjórnvalda felist tvöfaldur fingurbrjótur. Skilyrt innleiðing gerða sé brot á EES samningnum, kafla 7 og að gerð 713/2009 um grunnvirki (sæstreng): ekki megi innleiða lög í blóra við stjórnarskrá, þó þau eigi ekki við í bili. Hann segir réttaróvissu geta komið upp í landinu og að skaðabótaskylda geti skapast fyrir ríkið. Bjarni gerir ráð fyrir að ESA muni fetta fingur út í varnagla innleiðingarinnar og að EFTA-dómstóllinn muni væntanlega dæma hann sem brot á EES samningnum, „það sé engum vafa undirorpið.“
Hann segir nauðsynlegt að greiða úr stjórnarskrárlegri óvissu áður en 3ji orkupakkinn sé innleiddur, og að undanþágur hefði þurft að semja um þær í sameiginlegu EES nefndinni, til að þær séu bindandi að lögum. „Ekki er nóg að eiga símtal við kommissar í Brussel um þetta.“
Bjarni segir norska utanríkisráðherrann og aðra á norska þinginu „hafa komið af fjöllum“ og að hann hafi sagt að engar nýjar undanþágur hafi verið samþykktar gagnvart Íslendingum, þeir séu aðeins til heimabrúks. „Slíkir fyrirvarar eru verri en engir, því þeir eru ótraustvekjandi gagnvart okkar samstarfsaðilum,“ segir Bjarni. Hann vitnar í norskan prófessor Örebeck sem á að hafa sagt að strax og risafjárfestar, eins og t.d. E´on í þýskalandi hefja undirbúning á lagningu sæstrengs, muni það verða á valdsviði ACER að ákveða það. Hindranir myndu stríða gegn kafla 11 og 12 í EES samningnum, og eina leiðin úr þeirri klípu yrði að segja honum upp.
Birgir Örn sagði hættu á að eignarhlutur í orkufyrirtækjum og framleiðsla á orku gæti endað hjá skúffuryfirtækjum þar til að sæstrengur verður orðinn að veruleika. Landsreglari (t.d. Orkustofnun) mun eiga að sjá til þess að Íslendingar fari eftir reglum ESB, ekkert annað. Landsreglarinn eigi að vera óháður stjórnvöldum heldur sé undir ESA/ACER, jafnvel þó að Íslendingar verði að fjármagna stofnunina.
Fram komi í þriðja orkupakkanum, ACER taki ákvarðanir, ESA verði bara stimpilstofnun, með lítil völd. Stjórnvöld á Íslandi muni ekki geta tekið einhliða ákvarðanir um skilyrði og skilmála, heldur muni landsreglarinn hafa víðtækar heimildar til að framfylgja reglum og sekta. Hann segir að einkaðailar hafa lýst yfir óánægju með samkeppnismál á orkumarkaði á Íslandi og segir að erlendir innviðafjárfestingasjóðir í Bretlandi og Ástralíu séu að undirbúa sig. HS orka o.fl. gætu kært fyrirvarana. Hann sér fyrir sér að 300-400 milljarða skaðabótakrafa gæti skapast gagnvart Íslenskum stjórnvöldum, haldi fyrirvararnir sem stjórnvöld sétja um orkupakka 3 ekki gagnvart dómi.
Hægt og rólega séu íslensk stjórnvöld að missa tökin, með samþykkt orkupakkana. Það sé brot á EES samningnum að hindra viðskipti með orku skv. þeim og stjórnvöld geti ekki komið í veg fyrir það með banni við lagningu á sæstreng.
Elías sagði viðskiptaumhverfið sem mundi skapast með 3ja orkupakkanum vera ólöglegt. „ESB setja með honum sjálfdæmi um hvernig það sölsar undir sig íslenska orku.“ Hann segir að raforkuöryggi á Íslandi versni, þar sem að verð muni hækka þegar eftirspurn fer upp fyrir framboð. Áhættuþætti séu strengurinn sjálfur, bilanir o.þ.h., markaðsáhætta vegna orkuverðs í Evrópu, áhrif hans á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, raforkuöryggi versnar þar sem bannað sé að takmarka útflutning á orkunni og aukna sókn erlendra aðila í íslenska orkuframleiðslu og -sölu. „Að láta þetta ganga fram, er að glutra niður fullveldinu.“
Sjö ástæður fyrir því að hafna pakkanum
Frosti kom með sjö ástæður til að hafna orkupakkanum. Aðstæður í orkumálum hérlendis séu gjörólíkar þeim í ESB. Að hagsmunir Íslands og ESB fari alls ekki saman. Hann spyr hvort við „eigum ekki bara líka að afhenda þeim yfirráð yfir fiskimiðunum?“ Níutíu prósent virkjana og raforkuframleiðslan sé í eigu hins opinbera og sé „sameign Íslendinga.“ Engin umræða hafi farið fram hérlendis um að einkavæða þetta. Eigum hagkvæmt kerfi með hreinni orku. Hérna þarf ekki að vernda neytandann, sem á orkukerfið. Við þurfum ekki markaðsvæðingu og framvirka samninga um það. Löggjafar-, ríkis- og dómsvald flyst úr landi með orkupökkunum. Verið að færa þetta skipulega úr höndum kjósenda. Yfir áttatíu prósent landsmanna séu á móti framsali valds í orkumálum skv. könnun Capacent. Hún sýndi mestu andstöðuna á meðal kjósenda stjórnarflokkanna sjálfra.
„Það er eins og stjórnmálamenn hafi gleymt því hverjir kjósa þá,“ segir Frosti. Engin tenging sé við orkumarkað ESB og því engin ástæða til að innleiða þessa löggjöf hér. EES-samningurinn fari ekkert í uppnám þó við höfnum þessu. Í fjórða orkupakkanum muni raforkuverð hækka þegar eftirspurnin er mest, t.d. á þeim tíma þegar fólk er að elda kvöldmatinn. Hann segir Íslendinga ekki hafa neinn hag af þessu. „Ef við höfnum innleiðingu, þá tekur sameiginlega EES nefndin málið til úrlausnar.“ Hún geti veitt Íslandi indanþágu t..d á meðan það er ekki tengt orkumarkaði ESB. Hagsmunir ESB snúi fyrst og fremst að Noregi en ekki Íslandi. Orkumálastjóri ESB hafi lýst því yfir að orkupakkin hafi ekki þýðingu á meðan ekki er sæstrengur.
„Blaðagreinar skrifaðar af þeim sem eru fylgjandi orkupakka 3 eiga eitthvað á brattann að sækja, gagnvart mér, þeir hafa ekki náð að sannfæra mig um að við eigum að stíga það skref að samþykkja hann,“ segir Ingibjörg, sem kvaðst vera komin þarna sem almennur borgari. Hún komst að því, og sýndi gögn máli sínu til stuðnings, að fyrirtækið Atlantic Super Connection stofnað 2012 í Bretlandi sem hyggðist leggja sæstreng til Íslands. Fyrirtækið fékk rannsóknarleyfi á Færeyjahrygg, sem gefið var út 2015 hjá Orkustofnun vegna þess, skv. upplýsingum sem hún fann og kynnti á fundinum. Leyfið er opið til 2030. Skýrsla verkefnisstjórnar sæstrengs til iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að skipaður hafi verið stýrihópur 2012 -2013. Þar kom m.a. fram að Norðmenn séu andstæðir sæstrengjum þar sem þeir hækki orkuverð til neytenda. Samtök iðnaðarins þar hafi lýst andstöðu vegna hærra orkuverðs, m.a. vegna samkeppnismála.
Í Noregi varð sprengja í umsóknum um nýjar smávirkjanir eftir tengingu á nýjum stæstreng. Ef rammaáætlanir seinki byggingu virkjana stærri en 10 MW, sé hægt að sækja um byggingar á slíkum smávirkjunum án umhverfismats. Ef mikil samkeppni verður um raforku, geti verið að enginn sjái sér hag í að tryggja almenningi aðgang að raforku, enginn beri ábyrgð á að tryggja öllum aðgang að orku. Artic Hydro er komið með sex rannsóknarleyfi frá árunum 2016 og 2017 og séu flest opin til ársins 2023.
Breski milljarðamæringurinn Ratclifffe hafi selt virkjunarrétt í Þverá á Norðausturlandi til Artic Hydro, skv. því sem hún hafi séð í fréttum.