Brynjar Níelsson: Enginn toppar afneitunina á vinstri vængnum

Brynjar Níelsson, lögmaður og fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

„Fátt er skemmtilegra en samtal við vinstri menn hér á fésbókinni“, segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á facebook í dag.

„Þeir kannast ekkert við það að hafa staðið hvað mest gegn sölu á bjór og hvers kyns frelsi með sölu áfengra drykkja í gegnum tíðina. Minnast heldur ekki þess að þeir hafi barist gegn afnámi einkaréttar ríkisins á ljósvakamiðlun. “

Til viðbótar rifjar hann upp í athugasemd harkalega andstöðu vinstrisins við frelsi í mjólkursölu:

„Þeir muna lítið eftir Berlínarmúrnum og eru helst á því að hann hefði verið hefðbundið skipulagsmál í Berlínarborg. Þeir harðneita því að þjóðernissósíalistar á síðustu öld hafi verið sósíalistar og trúa að þeir hafi verið öfgahægrimenn. Kæmi ekki á óvart að Stalín gamli verði orðinn hægri öfgamaður eftir nokkur ár.“

Ekkert veldur meiri hneykslan í dag en svokallaðir afneitunarsinnar.. Held að enginn toppi þessa afneitun vina minna á vinstri vængnum..“

Upphaflega færslan er hér: