Kórónuveirufaraldurinn nú hefur ekki leitt til hærri dánartíðni hér á landi undanfarnar vikur miðað við fyrri ár.
Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Landlæknir svaraði fyrirspurn Viljans um hvort hægt væri að merkja aukna dánartíðni í samfélaginu vegna veirunnar, en nú er staðfest að tíu hafa látist af völdum hennar hér á landi frá því hún blossaði upp í lok febrúar.
Alma sagði gott að hafa þessa staðreynd á borðinu þegar verið væri að meta heilbrigðisþjónustuna, en fyrir liggur að almennt leita nú færri til læknis og á bráðamóttöku Landspítalans en áður meðan veirufaraldurinn hefur verið sem mestur.