Dæmið snýst við: Nýtt Þorskastríð í uppsiglingu vegna Brexit

Bresk stjórnvöld undirbúa sig þessa dagana undir nýtt Þorskastríð, að þessu sinni við nágranna sína Frakka. Og þótt sagan fari í hringi, hafa hlutverkin nú snúist við, því Bretar ætla nú að beita herskipum til að verja sín fiskimið fyrir frönskum fiskimönnum þegar Brexit er orðið að veruleika og Bretland ekki lengur aðili að Evrópusambandinu og hinni sameiginlegu fiskveiðistjórn sem þar er í gildi.

Dagblaðið Independent segir að fjölmörg herskip verði til reiðu, auk þess sem mannskapur hefur verið ráðinn til að verja landhelgina. Fylgst verður með fiskimiðunum einnig úr lofti.

 Viðræður standa nú yfir í Brussel milli Evrópusambandsins og Bretlands um útgöngusamning og hafa Frakkar lagt mikla áherslu á áframhaldandi aðgang að breskum fiskimiðum. Ríkisstjórn Borisar Johnson heldur nú ekki og segir að frekar verði enginn útgöngusamningur gerður, en samþykkja slíkt.
 
 Bretar búa sig nú undir að franskir sjómenn muni koma í veg fyrir að Bretar geti landað í höfnum handan Ermarsundsins og komið verðmætum á markaði.
 
Montchalin, Evrópumálaráðherra Frakka, segir að deilan um fiskimiðin geti orðið harðvítug og ógnað nokkru samkomulagi.

Macron Frakklandsforseti hefur sagt öðrum leiðtogum ESB, að fái Frakkar ekki að veiða áfram á Bretlandsmiðum geti það valdið götuóeirðum og fjöldamótmælum í landinu.