Davíð kveðst stoltur óvinur RÚV og segir prófessor Ólaf frægt Samfylkingartröll

„Ríkisútvarpið dregur á hverj­um degi taum vinstri flokk­anna, Sam­fylk­ing­ar og VG, og tek­ur aðra smá­flokka á vinstri kant­in­um með þegar það hent­ar þess­um tveim­ur. RÚV er með frá­tek­in sæti í aðdá­enda­klúbbi Vinstri­meiri­hlut­ans í Reykja­vík og nálg­ast hann aldrei með gagn­rýn­um hætti. Og svo á stofn­un­in sína óvini. Bréf­rit­ari er stolt­ur af því að telj­ast til þeirra, þótt stofn­un­in hafi eng­ar laga­heim­ild­ir til að leggja stjórn­mála­lega and­stæðinga sína í einelti. Þegar bréf­rit­ari hélt á sín­um tíma ræðu á lands­fundi, frjáls úr hlut­leysis­kröfu banka­stjóra, þar sem margt frétt­næmt var sagt, hljóp fréttamaður RÚV á það að bréf­rit­ari hefði líkt sjálf­um sér við Jesú Krist. Að svo miklu leyti sem bréf­rit­ari líkti sér við ein­hvern eða ein­hverja í þeirri ræðu þá hefðu menn í er­inda­gjörðum, eins og RÚV gjarn­an er, getað sloppið með að segja að Davíð Odds­son hefði líkt sjálf­um sér við ræn­ingj­ana sem hengd­ir voru Kristi til sam­læt­is. En sú frétt hefði ekki bent til að maður­inn væri orðinn gal­inn. Sjálfsagt gat þessi und­ar­lega „frétt“ skrif­ast á heimsku þess til­tekna frétta­manns sem í hlut átti. En þegar ekk­ert var leiðrétt né sjálf­sögð af­sök­un send sást hvað hékk á spýt­unni.“

Þetta skrifar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í Reykjavíkurbréfi helgarinnar, þar sem hann bregst við ummælum Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem sagði í fréttum RÚV í vikunni að gagnrýni Davíðs sem fv. formanns Sjálfstæðisflokksins á núverandi forystu flokksins væri líklega einsdæmi í íslenskum stjórnmálum.

Frægt Samfylkingartröll úr Hafnarfirði

„Þegar tveir rit­stjór­ar voru ráðnir að einka­fyr­ir­tæk­inu Morg­un­blaðinu fyr­ir tæp­um 10 árum var RÚV með mik­inn æs­ing í kvöld­frétta­tím­um sín­um um þetta einka­fyr­ir­tæki og sam­keppn­isaðila gegn 7 millj­arða for­skoti þess. Hringt var „live“ inn í frétta­tím­ann og sá kynnt­ur sem starfsmaður og sagði hann að „fólk gengi grát­andi um ganga Morg­un­blaðsins.“ Á dag­inn kom að heim­ild­in hafði ekki verið á staðnum vik­um sam­an. Sagt var frá miklu upp­sögn­um á áskrift­um og „RÚV“ gaf upp síma­núm­er sem áskrif­end­ur gætu hringt í til að segja upp áskrift að blaðinu!!!

Næstu tvo daga birti texta­varp Rík­is­út­varps­ins síma­núm­erið sem ætti að hringja í til að segja upp Morg­un­blaðinu! 

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fv. forsætisráðherra.

Rík­is­út­varpið (það er klík­an sem þyk­ist eiga það og aug­lýs­ir þá eign), hef­ur aldrei beðið af­sök­un­ar á þess­ari ein­stöku fram­komu. Á fimmtu­dag­kvöld var fengið frægt sam­fylk­ing­ar­tröll úr Hafnar­f­irði og Há­skól­an­um sem lengi hef­ur af­flutt stöðu and­stæðinga Sam­fylk­ing­ar á kosn­ing­anótt og fengið borgað fyr­ir. Nú var hann pantaður til að ráðast á bréf­rit­ara. Enda fræg­ur orðinn fyr­ir ótrú­legt of­stæki í þeim efn­um og þá per­sónu­legu fæð sem hann legg­ur á þann mann. Verstu dæm­in hef­ur hann af­sakað með sömu rök­um sem RÚV tek­ur ekki gild gagn­vart þing­mönn­um sem það hef­ur á heil­an­um.“

Davíð bendir á að reyndar séu til margar fréttir um gagnrýni fyrrverandi forystumanna flokka á núverandi forystu og birtir, máli sinu til stuðnings, brot úr frétt Viljans frá í gær, um óánægju innan Framsóknarflokksins, þar sem sagði:

„Baklandið inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins er óánægt með stöðu mála og kom það skýrt fram í máli margra full­trúa á miðstjórn­ar­fundi ný­verið. Hélt þar Guðni Ágústs­son, fv. formaður flokks­ins, mikla eld­messu og vandaði flokks­systkin­um ekki kveðjurn­ar.“ 

Bendir hann og á að í valdatíð Sig­mund­ar Davíð hafi Guðni krafist þess op­in­ber­lega að Sig­mund­ur hætti sem formaður.

„Það er svo sem eng­inn ágrein­ing­ur um að Ólaf­ur Harðar­son sé ekki beis­inn fræðimaður en varla svona yf­ir­gengi­lega slapp­ur að hann kann­ist ekki við dæmi og seg­ir þau ekki til þótt horft sé ára­tugi aft­ur í tím­ann. Hvernig hafa for­menn­irn­ir Jón Bald­vin og Ingi­björg Sól­rún talað við hvort annað? Hvernig hef­ur gam­all formaður Alþýðflokks­ins talað um fram­göngu sinna flokk­systkina í orkupökk­um. 

Þótt Ólaf­ur Harðar­son sé með ein­dæm­um slapp­ur fræðimaður og það sé ágrein­ings­lítið, þá hlýt­ur hann þó að frétta eitt­hvað að minnsta kosti um það sem ger­ist á hans eig­inn bæj­um,“ segir hann ennfremur