„Ég finn mikinn meðbyr með Framsókn“

Einar Þorsteinsson, fyrrum fréttamaður og stjórnmálafræðingur, leiðir lista Framsóknar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, skipar annað sætið. Listinn var samþykktur á auka kjördæmaþingi á Hilton Reykjavík Nordica nú í kvöld.

Í þriðja sæti er Magnea Gná Jóhannsdóttir, laganemi og í því fjórða er er Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður. Í fimmta sæti er Þorvaldur Daníelsson, stofnandi Hjólakrafts og MBA.

„Ég er mjög þakklátur að fá að leiða lista þessa öfluga framsóknarfólks sem vill láta gott af sér leiða fyrir Reykvíkinga. Listinn er skipaður fólki með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu af málefnum borgarinnar. Ég finn mikinn meðbyr með Framsókn og síðustu daga hafa fjölmargir gefið kost á sér til þess taka þátt í starfinu. Það er greinilegt að borgarbúar vilja geta kosið ferskan og öfgalausan valkost á miðju stjórnmálanna sem vantað hefur undanfarið kjörtímabil. Framsókn er flokkur fjölskyldunnar og í borgarmálunum er verk að vinna“ sagði Einar Þorsteinsson, nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík í tilkynningu.

Á listanum eru 24 karlar og 22 konur.

Hér má sjá listann í heild sinni:

1. Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur

2. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur

3. Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík

4. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður

5. Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA

6. Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull

7. Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri

8. Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona

9. Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur

10. Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður

11. Ásrún Kristjánsdóttir, myndlistarkona og hönnuður

12. Tetiana Medko, leikskólakennari

13. Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

14. Jón Eggert Víðisson, teymisstjóri hjá Reykjavíkurborg

15. Berglind Bragadóttir, kynningarstjóri

16. Jóhann Skagfjörð Magnússon, skólastjóri

17. Inga Þyrí Kjartansdóttir, f.v. framkvæmdastjóri

18. Griselia Gíslason, matráður

19. Sveinn Rúnar Einarsson, veitingamaður

20. Gísli Jónatansson, f.v. kaupfélagsstjóri

21. Jón Ingi Gíslason, grunnskólakennari

22. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, fíkniráðgjafi og markþjálfi hjá Hlaðgerðarkoti

23. Ágúst Guðjónsson, laganemi

24. Birgitta Birgisdóttir, háskólanemi

25. Guðjón Þór Jósefsson, laganemi

26. Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi

27. Hinrik Bergs, eðlisfræðingur

28. Andriy Lifanov, vélvirki

29. Björn Ívar Björnsson, hagfræðingur

30. Gerður Hauksdóttir, skrifstofustjóri

31. Bragi Ingólfsson, efnafræðingur

32. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, f.v. kaupmaður

33. Ingvar Andri Magnússon, laganemi og fyrrum ólympíufari ungmenna í golfi

34. Sandra Óskarsdóttir, grunnskólakennari

35. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur

36. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknanemi

37. Ívar Orri Aronsson, stjórnmálafræðingur

38. Jóhanna Gunnarsdóttir, sjúkraliði

39. Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaður

40. Halldór Bachman, kynningarstjóri

41. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur

42. Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður

43. Níels Árni Lund, f.v. skrifstofustjóri

44. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri

45. Jóna Björg Sætran, f.v. Varaborgarfulltrúi, M.ed. og PCC markþjálfi

46. Sigrún Magnúsdóttir, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi