Milljarðamæringarnir og hjónin Stewart og Lynda Resnick hafa ákveðið að gefa 750 milljónir Bandaríkjadala eða um 93 milljarða Íslenskra króna til California Institute of Technology. Verður styrkurinn veittur til rannsókna á loftslagsbreytingum.
Parið á í sameiningu fyrirtækið The Wonderful Company. Fyrirtækið er með þeim stærstu í framleiðslu á möndlum og pistasíuhnetum og er vinsæla drykkjarvatnið Fiji Water einnig eitt af merkjum þeirra.
Segja þau að styrkurinn sé til þes að stuðla að rannsóknum er varðar það að gera umhverfið sjálfbærra og stuðla þannig að framförum í loftslagsmálum.
Styrkur þessi er sá stærsti sem sést hefur fyrir rannsóknir sem þessar, og stærsta gjöf í sögu skólans eða Caltech eins og hann er oftast kallaður. Þetta er einnig næst stærsti styrkur sem gefinn hefur verið til Bandarískrar menntunarstofnunar, að sögn Caltech.
Stewart Resnick er ekki aðeins forstjóri og formaður fyrirtækisins The Wonderful Company heldur er hann nú einnig háttsettur meðlimur í stjórn Caltech.
Stewart segir að fjárfesting sem þessi sé mikilvægari núna en hún hefur nokkurn tímann verið, ef við ætlum að reyna að fá lausn á því neyðarástandi sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum.
Sagði hann eftirfarandi í yfirlýsingu sem birtist á síðu Business Insider :
„Til þess að ná alhliða tökum á loftslagsvandanum þurfum við byltingu á sviði nýsköpunnar, eina leiðin til þess að stuðla að því er með verulegri fjárhagslegri aðstoð.
Vísindin og frökk sköpun verða að sameinast til þess að takast á við áríðandi og mikilvægar áskoranir er varða orku, vatn og sjálfbærni.“
Caltech stofnunin ætlar sér að reisa um 75 þúsund fermetra byggingu fyrir hluta styrksins sem mun bera heitið Resnick Sustainability Research Center. Mun byggingin þjóna sem miðstöð fyrir rannsóknirnar með fyrsta flokks kennslu – og rannsóknarstofum fyrir nemendur.
Rannsóknir munu meðal annars einblína á að mæla, móta og minnka loftlagsbreytingar með mismunandi aðferðum á mismunandi orkugjafa líkt og á rafmagni eða sólarorku.
Forseti Caltech, Thomas F. Rosenbaum sagði í viðtali við Forbes tímaritið að skortur á sjálfbærni á jörðinni sé eitt af stærstu vandamálum okkar tíma. Góðvild og gjöf Resnick hjónanna muni gefa Caltech færi á að tækla vandamál er varða vatn, orku, mat, úrgang og mengun í heimi sem stendur frammi fyrir hröðum loftlagsbreytingum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem parið gefur Caltech pening. Fyrir tíu árum gáfu þau stofnuninni um 2,4 milljarða sem varð til þess að Caltech reisti Stofnun Resnick fyrir sjálfbæra orku.
Árið 2014 styrktu þau stofnunina um annan 1,8 milljarð og stofnuðu Resnick nýsköpunarstyrkinn, sem veitir námslán og verðlaun til nemenda sem sérhæfa sig í hreinni orku og vísindi er varða sjálfbæra orku.
Þessir styrkir voru ekki eins stórir og sá nýjasti, en hann mun vonandi hjálpa til við að ryðja nýjar brautir og ná umtalsverðum árángri í baráttu okkar í þeirri loftslagskreppu sem nú ríkir.