Einbýlishús við Ásvallagötu til leigu á milljón á mánuði

Margir kvarta yfir háu leiguverði, en ekki eru mörg dæmi um að auglýstar séu jafn dýrar leigueignir og nú er gert á Fasteignavef Morgunblaðsins, þar sem er húsið að Ásvallagötu 52 — tvær hæðir og kjallari, auk bílskúrs.

Heildareignin er skráð 245 fm, ásamt bílskúr. Innbú fylgir í leiguverði. Eignin er laus til útleigu.

„Húsið er vel staðsett á horni Ásvallagötu og Bræðraborgarstígs. Í húsinu eru samtals 9 herbergi ( tvær samliggjandi stofur)  og 2 baðherbergi. Aðgangsstýring með kóða er inn á öll herbergi og inn í sjálft húsið. Húsið gæti hentað í herbergjaleigu til lengri tíma,“ segir ennfremur í auglýsingunni.

Leiguverð kr. 1.000.000 á mánuði. Farið er fram á þriggja mánaða bankatryggingu.