Einmitt þegar við ætluðum að vinna Eurovision er keppnin blásin af

Eurovison söngvakeppnin, sem halda átti í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi, hefur verið blásin af vegna ferðatakmarkana og samkomubanns af völdum Kórónaveirunnar.

Þetta var tilkynnt nú fyrir stundu. Daði og gagnamagnið sem flytja framlag Íslands í söngvakeppninni þetta árið, hafa verið efst á listum veðbanka yfir líklega sigurvegara í keppninni undanfarnar vikur.

Eurovision-keppnin hefur verið haldin ár hvert sl. 64 ár, en Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, segist stefna ótrauður að því að hún fari fram í Rotterdam vorið 2021.