Einn svartasti dagur í sögu Nýja Sjálands: 49 myrtir í moskum

Fjörtíu og níu manns biðu bana og meira en tuttutu eru alvarlega slasaðir eftir hryllilegar skotárásir öfgamanna í tveimur moskum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt að íslenskum tíma.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, sagði um hryðjuverkaárás að ræða og þetta væri einn svartasti dagur í sögu þjóðarinnar.

Þrír karlmenn og ein kona eru í haldi lögreglu, en talið er að fleiri hafi komið að voðaverkinu.

Einum hinum handteknu hefur verið lýst sem öfgahægri manni. Hann er með ástralskt ríkisfang, kallar sig Brenton Tarrant á Twitter, og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook er hann gekk inn í Al Noor moskuna meðan bænagjörð stóð yfir og hleypti yfir hundrað byssuskotum á viðstadda með hörmulegum afleiðingum.

Hann hafði skömmu áður sent frá sér stefnuskrá í anda Anders Breivik, norska fjöldamorðingjans, og sagðist vinna í samræmi við stefnumál hans.