Ekki er mikið gegnsæið. Ekki er mikil ábyrgðin. Og lítil er sómakenndin

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. / Skjáskot af Hringbraut.

„Oddviti VG telur eðlilegt að borgarstjóri stýri vinnu við að fyrirbyggja að braggamistök endurtaki sig. Já, svona líkt og bankastjóri rýni bankahrun,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um þau ummæli Lífar Magneudóttur, VG, um að hún sjái ekkert að því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri taki sæti í rýnihóp um skýrslu Innri endurskoðunar um braggamálið.

„Þó gott sé að líta í spegil verður hann seint talinn utanaðkomandi aðili,“ segir Eyþór og bendir á máltækið um að enginn sé dómari í eigin sök.

„Líf vill samt að Dagur sitji bæði sem borgarstjóri og rýni eigin verk í starfshópi.

Ekki er mikið gagnsæið. Ekki er mikil ábyrgðin. Og lítil er sómakenndin,“ segir Eyþór.