Ekki hægt að banna bensín- og díselbíla í Evrópusambandinu

Rafmagnsbíll í hleðslu. Þeim og blönduðum bílum er ætluð framtíðin. Mynd/Wikipedia

Lönd í Evrópusambandinu (ESB) geta ekki bannað sölu, innflutning og skráningu á nýjum dísel- og bensínbílum árið 2030 miðað við núverandi löggjöf sambandsins, segir í danska miðlinum ING.

Þetta er lögfræðileg niðurstaða framkvæmdastjórnar ESB, vegna fyrirspurnar danska þingsins vegna fyrirhugaðs banns sem tekur þá gildi við innflutningi og sölu á nýjum dísel- og bensínbílum í Danmörku.

Upphaflega stóð til að banna, en nú stendur til að fasa út bíla þessarar gerðar fyrir blandaða bíla (e. hybrid) á árunum 2030-2035, og stefnt er að því að amk. milljón slíkir bílar verði á götunni í Danmörku árið 2030.