Ekvador „hakkað“ eftir handtöku Assange

Tveimur dögum eftir að Julian P. Assange var handtekinn í sendiráði Ekvador í London, var ráðist á nokkrar vefsíður stjórnvalda í Ekvador, þ. á m. opinbera vefsíðu landsins, seðlabankans, innanríkisráðuneytisins og sendinefndarinnar í London, með þeim afleiðingum að þær voru óaðgengilegar um tíma, að því er segir í The Gateway Pundit

Hakkararnir, nokkrir mismunandi hópar, virðast hafa notast við DOS-árás (e. Denial of Service). Hópur sem skildi eftir skilaboð á indónesísku, náði í og birti upplýsingar um 728 opinbera starfsmenn Ekvador, en frá því greindi Jacob Riggs, sérfræðingur hjá tölvuöryggisstofnuninni InfoSec

Í tísti á twitter í gær sagði hann að ráðist hafi verið á alls sextán ekvadórískar vefsíður og að hakkararnir hafi ráðgert að ráðast á vefsíður breskra stjórnvalda. 

Til viðbótar hafa hakkarar í Úkraínu náð í og birt persónuupplýsingar um 4 þúsund FBI liða, með því að brjótast inn á vefsíður tengdar menntasamtökum FBI, en frá því greindi tæknimiðillin TechCrunch um helgina. . Miðillinn segist hafa rætt við einn hakkaranna, sem kvað þá hafa hakkað yfir þúsund vefsíður, og að gögnunum verði raðað og þau seld.

Jafnframt kvaðst hakkarinn hafa „yfir milljón gögn“ um opinbera starfmenn vítt og breitt um Bandaríkin. Tilgangurinn var sagður vera að ná í „reynslu og peninga.“