Endurnýjað og yfirgnæfandi umboð forystunnar

Ný forysta Framsóknarflokksins til tveggja ára er ljós eftir flokksþing Framsóknarflokksins um helgina. Inn í stjórnina sem ritari bætist Ásmundur Einar Daðason skóla- og barnamálaráðherra.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var endurkjörinn sem formaður Framsóknar með 98,63% atkvæða.

Lilja Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarmálaráðherra hlaut 96,43% atkvæða til varaformanns.

Þá fór fram kjör í embætti ritara flokksins, en fráfarandi ritari, Jón Björn Hákonarson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr ritari Framsóknar er Ásmundur Einar Daðason og hlaut hann 95,59% atkvæða.