Engar loðnuveiðar í ár væri mikill skellur fyrir þjóðarbúið

Leiðarlínur þátttakenda í loðnuleiðangri í fyrra. Engin loðna fannst þá. / Hafró.

Hafrannsóknarstofnun hefur ekki gefið út neinn upphafskvóta á loðnu á þessari vertíð og stefnir því í að engar loðnuveiðar verði heimilaðar.

Hagdeild Landsbankans bendir í morgun á að þetta muni hafa töluverð áhrif á landsframleiðslu og þar með hagvöxt, enda sé loðnan næst mikilvægasta útflutningsfisktegundin á eftir þorskinum.

Útflutningsverðmæti loðnu nam 17,8 milljörðum króna í fyrra. Á þriðja fjórðungi síðasta árs nam landsframleiðsla síðustu fjögurra ársfjórðunga 2.766 milljörðum króna.

sfs.is

Er því um að ræða um 0,6% af landsframleiðslu sem þjóðarbúið verður af, að öllu öðru óbreyttu.

Hagsjá: Verulegar útflutningstekjur í húfi verði engin loðnuveiði (PDF)