Enn gýs á Reykjanesi og nú nær Grindavík

Eldgos er hafið.  Í tilkynningu frá almannavörnum, sem send var út kl. 8.21 í morgun segir að
ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hafi ákveðið að hækka almannavarnarstig frá hættustigi í neyðarstig.

Þetta er fimmta eldgosið á þremur árum eða svo.

Þyrla Landhelgisgæslunar fór þegar í loftið til að taka stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor var þar um borð og hann segir gróft metið að þetta nýja gos sé fjórðungur af því gosi sem varð í desember. Þetta sé nú hins vegar miklu nær Grindavík, eins og meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var í þyrlunni, ber með sér.

Grindavíkurbær var rýmdur í nótt að kröfu almannavarna og gekk sú aðgerð vel.