Enn og aftur er samningi Theresu May hafnað

Breski forsætisráðherrann, Theresa May.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, þurfti enn og aftur að bíða sögulegan ósigur í breska þinginu í kvöld, þegar meiri­hluti þing­manna í neðri deild breska þings­ins hafnaði í annað sinn samn­ingi ríkisstjórnarinnar við Evr­ópu­sam­bandið um út­göngu lands­ins úr sam­band­inu, sem áætluð er 29. mars nk.

Samn­ingn­um var hafnað með 391 at­kvæði gegn 242.

Forsætisráðherrann tilkynnti samstundis (nær raddlaus eftir maraþonviðræður við evrópska kollega sína undanfarna daga) að ástandið væri grafalvarlegt, nú verði umræða um málið í þinginu á morgun og þá verði að taka ákvörðun um hvort Brexit verður að veruleika undir mánaðarmótin án nokkurs samnings og verði það fellt, þurfi að skoða einhverja frestun á útgöngunni.

Boðaði May sérstaka yfirlýsingu fyrir opnun markaða á morgun, enda eru gífurlegir efnahagslegir hagsmunir undir fyrir Breta og fjármálamarkaðir í viðbragðsstöðu og gengi sterlingspundsins í uppnámi.

Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði ótrúlegt að horfa á hrakfarir forsætisráðherrans aftur og aftur og best væri að boða til þingkosninga í landinu.