Er stríð að hefjast við Persaflóa? Íran ræðst á bandarísk skotmörk

Eldflaugar á leiðinni frá Íran í átt að bandarískum skotmörkum í Írak í nótt.

Íranir skutu tylft eldflauga frá landi að bandarískum skotmörkum í Írak í nótt skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma, þar á meðal Al Asad flugstöðina og Irbil. Helstu fjölmiðlar hafa greint frá þessu í nótt.

Enn hafa ekki borist fréttir af tjóni eða mannfalli, en fulltrúi varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna á að hafa sagt að Bandaríkin búi yfir góðu eldflaugaeftirlitskerfi sem gefi upplýsingar um ferðir flugskeyta.

„Okkur er kunnugt um tilkynningar um árásir á aðstöðu Bandaríkjanna í Írak. Forsetinn hefur verið upplýstur um stöðuna og hann fylgist grannt með og er í samráði við þjóðaröryggissveit sína, “sagði Stephanie Grisham, talsmaður Hvíta hússins í yfirlýsingu.

Íranskir miðlar hafa sagt að íranskar herþotur séu lagðar af stað, en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar.

(Fréttin verður uppfærð).

Írak hótar að ráðast á Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Dúbaí, verði gerðar gagnárásir á landið.

Íranski utanríkisráðherrann segir að landið hafi tekið viðeigandi ráðstafanir til sjálfsvarnar eftir drápið á hershöfðingjanum þeirra.
„Við viljum ekki frekari átök eða stríð, en munum verjast öllum árásum.“

Bandaríkjaforseti tísti: „Allt er í lagi! Flugskeytum var skotið frá Íran á tvær herstöðvar í Írak. Verið er að meta mannfall & tjón. Lítur ekki illa út ennþá! Við eigum öflugasta og best búna her í öllum heiminum, langsamlega! Ég mun gefa út yfirlýsingu í fyrramálið.“