„Ósköp voru mótmælin gegn bandaríska utanríkisráðherranum ámátleg,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í færslu á fésbókinni nú í morgun.
Hann undrar sig á þátttöku ungliða Viðreisnar í mótmælunum.
„Ég velti fyrir mér, á hvaða leið sá flokkur sé. Hann tekur fulla ábyrgð á Degi borgarstjóra og hneykslum hans, daglegu umferðaröngþveiti í Reykjavík, bragganum, pálmatrjánum og ólöglegum símaskilaboðum til kjósenda,“ segir Hannes Hólmsteinn.
Og hann spyr:
„Ætlar hann að verða enn einn vinstri flokkurinn? Hvað segja þeir mörgu skynsömu menn, sem hafa stutt flokkinn?“