Erum við ekki að tengj­ast innri raf­orku­markaðnum með sæ­streng

Brynjar Níelsson fv alþingismaður.

Inn­leiðing á þriðja orkupakk­an­um breyt­ir ekki þeirri staðreynd að Ísland er með ein­angrað raf­orku­kerfi. Þar að auki er inn­leiðing þriðja orkupakk­ans gerð með þeim fyr­ir­vara að samþykki Alþing­is þarf til að milli­landa­teng­ing með raf­orku verði að veru­leika.

Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir þennan fyrirvara gerðan til að taka af öll tví­mæli um að með inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans fel­ist ein­hvers kon­ar skylda til að heim­ila lagn­ingu sæ­strengs í lög­sögu okk­ar.

„Ef ESB, ESA eða EFTA-dóm­stóll­inn líta svo á, sem ekk­ert bend­ir til, að í þriðja orkupakk­an­um fel­ist slík skylda get­ur niðurstaðan ekki orðið önn­ur en sú að við hefðum ekki inn­leitt hann með rétt­um hætti. Þá erum við kom­in á byrj­un­ar­reit aft­ur og eng­inn skaði skeður,“ segir Brynjar.

Stefna til framtíðar í raf­orku­mál­um

„Fyr­ir okk­ur Íslend­inga er mik­il­væg­ast að móta skýra framtíðar­stefnu í raf­orku­mál­um og það teng­ist þriðja orkupakk­an­um ekki beint, enda í okk­ar hönd­um. Kannski er öll­um ekki kunn­ugt um að í ráðuneyti ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­mála er slík vinna þegar haf­in. Stefnu­mót­un í þeim efn­um þarf að vera opin og gagn­sæ því auðlind­in skipt­ir okk­ur öll máli.

Hún þarf að horfa til allra sam­fé­lagsþátta og mæta þörf­um al­menn­ings. Hún þarf einnig að mæta vexti og þróun sam­fé­lags­ins á næstu árum og ára­tug­um og taka mið af vilja og mark­miðum okk­ar í lofts­lags­mál­um og þeim miklu tækninýj­ung­um sem eru að eiga sér stað. 

Þótt erfitt sé að sjá langt fram í tím­ann er nokkuð ljóst að í nán­ustu framtíð erum við ekki að tengj­ast innri raf­orku­markaðnum með sæ­streng. Svo erum við nokkuð sam­mála um að sú orka sem til er verði nýtt áfram til upp­bygg­ing­ar at­vinnu­lífs hér á landi. Þar eru mikl­ir mögu­leik­ar,“ bætir Brynjar við.