ESB jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið hvað varðar nýtingu auðlinda

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, segir að hafið sé sam­stillt átak fyr­ir inn­leiðingu 3. orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins með grein átta forsprakk­a sam­taka at­vinnu­rek­enda í Morg­un­blaðinu í gær.

„Grein­in gekk út á að lofa dá­semd­ir glóbal­ism­ans í viðskipt­um og stjórn­mál­um. Und­ir­liggj­andi var hin hefðbundna viðvör­un við því að Íslend­ing­ar verji eig­in rétt og hags­muni um­fram það sem sé alþjóðakerf­inu þókn­an­legt. Allt er þetta mjög kunn­ug­legt,“ segir Sigmundur Davíð í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Með fyr­ir­vara­lausri lof­gjörð um EES-samn­ing­inn og áminn­ingu um hversu lítið Ísland sé er tekið und­ir meg­in­stef stuðnings­manna orkupakk­ans. Þ.e. að við meg­um ekki ger­ast svo djörf að nýta heim­ild­ir samn­ings­ins til að senda mál aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar og fara fram á und­anþágur þar. Með slíku sé samn­ingn­um stefnt í hættu.

Ólíkt mörg­um öðrum stuðnings­mönn­um orkupakk­ans segja grein­ar­höf­und­ar þetta þó ekki ber­um orðum. Þeim til hróss er hættutalið mjög hófstillt sam­an­borið við mál­flutn­ing ut­an­rík­is­ráðherr­ans og ekk­ert er fjallað um Kúbu norðurs­ins. Reynd­ar er nálg­un grein­ar­höf­unda í grund­vall­ar­atriðum ólík þeirri mynd sem rík­is­stjórn­in hef­ur haldið að okk­ur og fyr­ir vikið eru skrif­in mjög upp­lýs­andi.

Þar er ekk­ert tal um mik­il­vægi heima­til­búnu fyr­ir­var­anna. Þess í stað er látið eins og þeir séu ekki til (eðli­lega). Höf­und­arn­ir lof­sama þvert á móti af­leiðing­ar orkupakk­ans og biðja um meira af því sama. Þó er því haldið fram að EES-sam­starfið nái ekki til nýt­ing­ar auðlinda. Það megi sjá af því að Norðmenn ráði sjálf­ir hvernig þeir nýti olíu- og gas­lind­ir sín­ar og Finn­ar og Sví­ar ákveði hvernig skuli höggva skóga. Vissu­lega rétt. Enda er ekki búið að inn­leiða olíu- og gaspakka eða skógarpakka með sam­evr­ópskri stofn­un til að stýra fram­boði, sam­keppni og jafn­vel verðlagi á þeim sviðum. Hætt er við að fyrr­nefnd­ar þjóðir tækju slíku til­tölu­lega illa.

EES-sam­starfið átti vissu­lega ekki að ná til nýt­ing­ar auðlinda en nú er ESB jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið hvað það varðar og tek­ur risa­stórt skref í þeim efn­um með 3. orkupakk­an­um. Áfram verður svo haldið með þeim 4. og 5. og ekki annað að sjá en átt­menn­ing­arn­ir telji það hið besta mál.

Átti heldur ekki að ná yfir landbúnað og sjávarútveg

EES-sam­starfið átti held­ur ekki að ná yfir land­búnað og sjáv­ar­út­veg. Á því byggði Ísland varn­ir sín­ar gagn­vart kröf­um um auk­inn inn­flutn­ing land­búnaðar­af­urða. Hvar stóðu grein­ar­höf­und­arn­ir þá? Beittu ekki a.m.k. sum­ir þeirra sér fyr­ir málstað ESB/​ESA og gegn af­stöðu Íslands í mál­inu? Nú horf­um við upp á stjórn­völd reyna að inn­leiða lög­gjöf til að mæta kröf­um ESB í þeim efn­um þrátt fyr­ir að mál­in hafi aldrei átt að heyra und­ir EES-sam­starfið og niðurstaðan hafi verið „röng“ eins og Stefán Már Stef­áns­son, sér­fræðing­ur í Evr­ópu­rétti, orðaði það. 

Átt­menn­ing­arn­ir vísa líka í þau er­lendu rök að með orkupakk­an­um standi til að auka sam­keppni. Hvernig verður það nú gert? Jú, með því að tengja sam­an raf­orku­kerfi og brjóta upp fyr­ir­tæki sem telj­ast of stór á sínu sviði. En einnig, eins sér­kenni­legt og það er, með því að setja alla orku í einn pott og selja úr þeim potti á því verði sem ESB heim­il­ar en alls ekki lægra verði en það. 

Þessi rök snú­ast upp í and­hverfu sína þegar litið er til ís­lenskra hags­muna. Hér höf­um við notið góðs af því að vera með eitt stórt og öfl­ugt fyr­ir­tæki í al­manna­eigu sem fram­leitt get­ur raf­orku á mun betra verði en því sem ESB heim­il­ar.

Loks inni­held­ur grein­in óljóst tal um að við þurf­um að leggja okk­ar af mörk­um í bar­áttu við lofts­lags­breyt­ing­ar með þátt­töku í 3. orkupakk­an­um. Það ger­um við auðvitað nú þegar og ekki hægt að skilja skrif­in öðru­vísi en að verið sé að horfa á málið frá sjón­ar­horni ESB, þ.e. Evr­ópu­lönd­in þurfi hreina orku frá Íslandi. Því eigi þau, en ekki aðeins Ísland, að nýta þá orku.

Ljóst er að rök­stuðning­ur átt­menn­ing­anna mun ekki síður eiga við þegar og ef kem­ur að því að af­greiða 4. og 5. orkupakk­ann og hann mun svo sann­ar­lega eiga við þegar knúið verður á um lagn­ingu sæ­strengs. Þá mun­um við enn á ný opna blöðin og lesa sama rök­stuðning­inn og ein­hverj­ir ráðherr­ar, eða aðrir sem segj­ast vera boðber­ar nú­tím­ans, munu út­skýra að þeir sem þvæl­ist fyr­ir slíku séu ein­angr­un­ar- og aft­ur­halds­sinn­ar sem stefni EES-samn­ingn­um í hættu,“ segir hann ennfremur.