Guðný Helga Her­berts­dótt­ir fv. fréttamaður og núverandi markaðsstjóri VÍS fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hún sló fyrst í gegn sem viðskiptafréttamaður á Markaðnum á Fréttablaðinu og Stöð 2 og hefur komið víða við í atvinnulífinu.

Guðný Helga er með BSc gráðu í viðskipta­fræði frá Há­skóla Íslands með áherslu á stjórn­un og markaðsfræði og meist­ara­gráðu í lög­um og viðskipt­um Evr­ópu­sam­bands­ins frá Viðskipta­há­skól­an­um í Árós­um.

Að námi loknu var Guðný Helga ráðin til Markaðarins á Fréttablaðinu og Stöð 2. Hún færði sig svo yfir á Fréttastofu Stöðvar 2, en söðlaði svo um og réði sig sem upplýsingafulltrúa Íslandsbanka.

Hún var deildarstjóri sam­skipta­deild­ar Land­spít­ala um þriggja ára skeið, en tók á dögunum við starfi markaðsstjóra Vátryggingafélags Íslands.

Guðný Helga er öflugur golfari og veiðikona, vinsæl og vinmörg.