Fimm sjúklingar létust sl. tvo sólarhringa á Landspítalanum vegna COVID-19. Frá þessu er greint á vef spítalans, þar sem aðstandendum er vottuð samúð.
Í gær létust þrír sjúklingar á spítalanum og á laugardag tveir. Þar með hafa fleiri látist í þriðju bylgju farsóttarinnar hér á landi en þeirri fyrstu, eða 13 alls. Tíu létust í vor. Samtals hafa því 23 látist af völdum veirunnar á Íslandi frá því hún kom upp í lok febrúar.