Fjölmenn prófkjör skila Sjálfstæðisflokknum auknu fylgi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Mynd/Erna Ýr Öldudóttir

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi, skv. nýrri könnun MMR sem birt var í dag skömmu eftir fjölmenn prófkjör flokksins í Reykjavík og Kraganum.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 27,0%, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu MMR sem lögð var fyrir dagana 25. maí – 1. júní. Fylgi Pírata mældist nú 13,1%, nær óbreytt frá síðustu könnun en fylgi Vinstri grænna jókst um rúmt prósentustig og mældist nú 12,4%. Fylgi Framsóknarflokksins minnkaði um tæplega fjögur prósentustig á milli mælinga og mældist nú 8,8% og fylgi Viðreisnar minnkaði um rúmlega þrjú prósentustig og mældist nú 7,8%. Þá jókst fylgi Flokks fólksins um tæplega þrjú prósentustig og mældist nú 5,5%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 53,7% og jókst um rúmlega þrjú prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 50,2%.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 27,0% og mældist 24,6% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 13,1% og mældist 13,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,4% og mældist 11,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,2% og mældist 10,9% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,8% og mældist 12,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 7,8% og mældist 11,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 7,3% og mældist 6,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,5% og mældist 2,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 5,6% í síðustu könnun.
  • Stuðningur við aðra mældist 1,6% samanlagt.