Formaður VR bætir bara í þegar kemur að afarkostum gagnvart Kviku

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Ragnar Þór Pétursson, formaður VR, hefur bætt enn í hótanir sínar gagnvart Kviku, Gamma og Almenna leigufélaginu í kvöld með því að krefjast þess að Kvika falli frá kaupum á öllu hlutafé í Gamma, annars muni félagið færa þá 4,2 milljarða sem það er með í sjóðsstýringu hjá Kviku annað. Þetta kemur til viðbótar þeim skilyrðum sem félagið setti fyrr í dag um að Almenna leigufélagið falli frá hækkunum á leigu íbúðarhúsnæðis í eigu félagsins.

Á vef VR sagði í dag:

„Í ljósi þess að fjármálafyrirtækið Gamma er í eigu Kviku banka, og stýrir Almenna leigufélaginu, beinum við orðum okkar til stjórnenda Kviku banka.“

Þessu svaraði Ármann Þorvaldsson bankastjóri Kviku með því að benda á að lögum samkvæmt hafi bankinn ekkert yfir Gamma að segja, þar eð Samkeppniseftirlitið hafi ekki staðfest kaupin. Það væri beinlínis ólöglegt að reyna að hafa einhver áhrif á ákvarðanir Gamma eða tengdra félaga á þessu stigi.

Við þessu hefur Ragnar Þór nú brugðist á fésbókarsíðu sinni. Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir þessar upplýsingar, heldur efast hann um orð bankastjóra Kviku og gefur svo í þegar kemur að afarkostunum.

„VR er frjálst að færa sína sjóði og kostar það félagið ekki neitt. Ef rétt reynist að Kvika banki hefur ekkert með ákvarðanir Gamma/Almenna að gera, sem ég reyndar efast stórlega um, hefur bankinn sama frest til að rifta fyrirhuguðum kaupum á fyrirtæki sem svífst einskis þegar kemur að siðlausum gróðasjónarmiðum gagnvart almenningi. Stjórn VR stendur fast á sínu. Við höfum nú þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir, komi til þess, og mun það ekki hafa nokkur áhrif á ávöxtun fjármuna félagsins sé tillit tekið til árangurs bankans síðustu ár,“ segir hann.

Sjá einnig: Fyrirspurn Viljans til FME vegna hótana VR í garð fjármálafyrirtækja.

Almenna leigu­fé­lagið hefur í yfirlýsingu til fjölmiðla brugðist við útspili VR og segir það óheppilegt innlegg í umræðuna um það hvernig byggja megi upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.

Ómakleg árás á fyrirtæki sem rutt hefur brautina

„Félagið tekur heils­hugar undir kröfur VR og fleiri um upp­bygg­ingu á félags­legu leigu­hús­næði og óhagn­að­ar­drif­inna félaga líkt og Bjargs, Búseta og Félags­stofn­unar stúd­enta. ­Mál­flutn­ingur Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, um Almenna leigu­fé­lagið í opnu bréfi til Kviku er hins vegar óheppi­legt inn­legg í umræð­una um það hvernig byggja megi upp hag­kvæman og fjöl­breyttan leigu­markað til fram­tíð­ar.

Árið 2017 tók Almenna leigu­fé­lagið við rekstri tveggja fast­eigna­safna, ann­ars vegar á Leigu­fé­lag­inu Kletti, í eigu Íbúða­lána­sjóðs (ÍLS), og hins vegar á félag­inu BK-­eign­ir. Rekstur þessa félaga stóð ekki undir sér og var tug­millj­óna tap af leigu­rekstri þeirra árið 2017. Þegar Almenna leigu­fé­lagið tók við Leigu­fé­lag­inu Kletti var það meðal skil­yrða að leigu­verð myndi ekki hækka næstu 12 mán­uði. Vegna rekstr­ar- og fjár­magns­kostn­aðar greiddi Almenna leigu­fé­lagið því háar fjár­hæðir með þessum eign­um.

Und­an­farið ár hefur Almenna leigu­fé­lagið þurft að aðlaga leigu­samn­inga að með­alleigu á mark­aði svo rekst­ur­inn standi undir sér. Það hefur verið gert í skrefum og í lang­flestum til­fellum með rúmum fyr­ir­vara svo leigj­endur fái svig­rúm til að laga sig að breyttum aðstæð­u­m. ­Leigu­verð hefur einnig fylgt verð­bólgu, fast­eigna­gjöldum og öðrum opin­berum gjöld­um, sem hafa hækkað gríð­ar­lega und­an­farin ár með hækk­andi fast­eigna­mati.

Almenna leigu­fé­lagið var stofnað árið 2014 og var fyrsta sér­hæfða leigu­fé­lagið fyrir almenn­ing á Íslandi. Félagið hefur allar götur síðan lagt ríka áherslu á að tryggja ein­stak­lingum og fjöl­skyldum á leigu­mark­aði hús­næð­is­ör­yggi til langs tíma, stöð­ug­leika og góða þjón­ustu að skand­in­av­ískri fyr­ir­mynd. Það hefur tek­ist enda sýna kann­anir stóran hóp ánægðra við­skipta­vina hjá Almenna leigu­fé­lag­inu.

Almenna leigu­fé­lagið er ein­ungis með 4% mark­aðs­hlut­deild á almenna leigu­mark­aðnum og stýrir því ekki verð­myndun á honum eins og stundum hefur verið haldið fram. Félagið er í eigu fjöl­breytts hóps fag­fjár­festa og stofn­ana­fjár­festa, þar á meðal líf­eyr­is­sjóða, trygg­inga­fé­laga og ein­stak­linga. Eign­ar­haldið er dreift og á eng­inn stærri en 10% hlut. Frá stofnun hefur félagið aldrei greitt út arð til hlut­hafa.

Sem fyrr segir tekur Almenna leigu­fé­lagið heils­hugar undir orð VR og fleiri um upp­bygg­ingu á félags­legu leigu­kerfi og óhagn­að­ar­drif­inna félaga. Slíkt er verk­efni sveit­ar­fé­laga og ann­arra opin­berra aðila í sam­vinnu við almanna­sam­tök. Einka­rekin leigu­fé­lög hafa, eins og dæmin sanna frá grann­löndum okk­ar, hlut­verki að gegna á fjöl­breyttum leigu­mark­aði þar sem margir kjósa að leigja frekar en eiga, þótt ekki sé um nið­ur­greidda leigu að ræða. Orð for­manns VR eru því ómak­leg árás á fyr­ir­tæki sem tekið hefur þátt í að ryðja braut­ina fyrir þróun skil­virks leigu­mark­aðar á Ísland­i,“ segir í yfirlýsingu félagsins.