Bryndís Haraldsdóttir, einn af varaforsetum Alþingis, átaldi tvo þingmenn Pírata í dag fyrir framkomu þeirra við ræðu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í umræðum um samgönguáætlun.
Rifjaði hún upp orð forseta þingsins um svipað mál árið 2012, þegar Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í ræðustól og þingmennirnir Björn Valur Gíslason VG og Lúðvík Geirsson Samfylkingu gengu ítrekað fyrir framan ræðupúltið með skilti sem stóð á Málþóf.
Báðust þingmennirnir tveir síðar afsökunar á framkomu sinni.
Sagði Bryndis, sem sat í forsetastól í dag, að þingmenn tjái sig í ræðustól Alþingis en ekki með öðrum hætti í þingsalnum og framkoman í dag hefði ekki verið við hæfi.