Forseti Frakklands leggur til „endurreisn Evrópu“

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti birti opið bréf í 28 aðildarlöndum ESB í gær, þriðjudaginn 5. mars, þar sem hann leggur til að leiðtogar ESB-ríkjanna hefji endurskoðun á sáttmálum ESB til að takast á við viðfangsefni vegna innflytjenda og öryggismála.

„Endurreisn“ Evrópu ætti einnig að ná til þess að verja gildi ESB gegn „þjóðernislegri þröngsýni“ með beinu ákalli til „allra borgara Evrópu“.

„Í lok þessa árs skulum við setja ráðstefnu Evrópusambandsins til að að semja tillögur um allt sem þarf til að breyta pólitísku verkefni okkar, við gerum þetta með opnum huga, jafnvel að breyta sáttmálunum,“ sagði Macron.

Hann vill að straumi innflytjenda verði stjórnað af öryggisráði um evrópskt innra öryggi. Það gæti framfylgt ströngu landamæraeftirliti og skapað „samstöðu“ um dreifingu hælisleitenda.

Innleiða evrópsk lágmarkslaun sem hæfðu hverju landi og rædd yrðu sameiginlega ár hvert.

Þá yrði komið á fót nýrri evrópskri stofnun til varnar lýðræðisþjóðum, henni yrði falið að vernda kosningar innan ESB gegn ytri íhlutun. Hennar hlutverk yrði einnig að koma í veg fyrir að evrópskir stjórnmálaflokkar yrðu fjármagnaðir af „erlendum ríkjum“.

Stofnað yrði til nýs varnarsamnings með ákvæði um gagnkvæma skyldu til varna að fordæmi NATO. Komið yrði á fót evrópsku öryggisráði með aðild Breta til að taka sameiginlegar hernaðarlegar ákvarðanir.

Sameiginlegur evrópskur loftslagsbanki eigi að fjármagna breytingar í þágu umhverfismála og til að útblástur koltvísýrings hyrfi árið 2050.

Innleiða evrópsk lágmarkslaun sem hæfðu hverju landi og rædd yrðu sameiginlega ár hvert.

Frakkalandsforseti færði þau rök fyrir tillögum sínum að í þeim fælist „stjórnmálaleg og menningarleg endurnýjun“ ESB á miklum áhættutímum. Kosningar til ESB-þingsins innan fáeinna vikna skiptu sköpum fyrir framtíð álfunnar.

„Aldrei hefur svo mikil hætta steðjað að ESB,“ sagði forsetinn og benti á sundrungartáknið sem fælist í Brexit en tengdist einnig víðtækari „þjóðernislegri þröngsýni“ í Evrópu.

Macron fordæmdi þjóðernissinnaða flokka sem „reiði-vaka studda falskri fréttamiðlun sem lofi öllum öllu“. „Við getum ekki látið þjóðernissinna án lausna ýta undir og þrífast á reiði almennings,“ sagði Macron.

Af vardberg.is, birt með leyfi.