Forseti Namibíu fór fram á afsögn hákarlaráðherranna

Skjáskot úr sjónvarpsþættinum Kveik á RÚV.

Hage Geingob, forseti Namibíu, vék ráðherrunum tveim sem tengjast málefnum Samherja burt úr ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint í dagblaðinu Namibian Sun í dag og er haft eftir ónafngreindum heimildamönnum.

Um er að ræða dómsmálaráðherrann og sjávarútvegsráðherrann, en fjallað var um Samherjaskjölin í Kveik í gær.

Þar hélt fyrrverandi framkvæmdastjóri dótturfélags Samherja því fram, að fyrirtækið hefði um árabil greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu hundruð milljóna í þeim tilgangi að komast yfir eftirsóttan kvóta.

Ráðherrarnir tveir fengu við þriðja mann umræddar greiðslur og gekk þríeykið undir nafninu Hákarlarnir í þarlendu stjórnkerfi, þar sem þeir ættu greiðan aðgang að stjórnkerfinu.

Uppfærð frétt: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt eftir að afsögn ráðherrann beggja lá fyrir.

Fjallað er um Samherjaskjölin í fjölmiðlum í Namibíu í dag.