Framsókn gæti komið á óvart

Mörgum þótti djarft útspil hjá ráðherrunum Ásmundi Einari Daðasyni og Lilju D. Alfreðsdóttur að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi kosningum í ljósi þungrar stöðu flokksins í höfuðborginni, en framboðslistar flokksins sem kynntir voru í gærkvöldi eru sterkir og benda til þess að flokkurinn gæti komið á óvart í kosningunum í haust –– enn einn ganginn.

Ásmundur Einar Daðason hefur sem félags- og barnamálaráðherra komið allra ráðherra mest á óvart á kjörtímabilinu og styrkt stöðu sína gríðarlega. Hann leiðir framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður fyrir komandi alþingiskosningar þann 25. september. Í öðru sæti er Brynja Dan Gunnarsdóttir, frumkvöðull og framkvæmdastjóri, í þriðja sæti er Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands eldri borgara, í fjórða sæti er Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og í fimmta sæti er Magnea Gná Jóhannsdóttir, laganemi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mun leiða framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður. Í öðru sæti á eftir henni er Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og MPM, í þriðja sæti er Sigrún Elsa Smáradóttir, framkvæmdastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, í fjórða sæti er Íris E. Gísladóttir, frumkvöðull í menntatækni og í fimmta sæti er Þorvaldur Daníelsson, stofnandi Hjólakrafts og MBA.

Framboðslisti Framsóknar í Reykjavík suður fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021:

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, 47 ára, mennta- og menningarmálaráðherra
Aðalsteinn Haukur Sverrisson, 47 ára, framkvæmdastjóri, MPM og formaður FR
Sigrún Elsa Smáradóttir, 46 ára, framkvæmdastjóri og f.v. borgarfulltrúi
Íris E. Gísladóttir, 29 ára, frumkvöðull í menntatækni og formaður UngFramsókn í Reykjavík
Þorvaldur Daníelsson, 50 ára, stofnandi Hjólakrafts og MBA
Guðni Ágústsson, 72 ára, f.v. alþingismaður og landbúnaðarráðherra
Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir, 40 ára, félagsráðgafi
Ólafur Hrafn Steinarsson, 30 ára, formaður Rafíþróttasambands Íslands
Ágúst Guðjónsson, 20 ára, lögfræðinemi
Helena Ólafsdóttir, 51 árs, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
Guðrún Lolý Jónsdóttir, 21 árs, leikskólaliði og nemi
Ingvar Mar Jónsson, 47 ára, flugstjóri
Hinrik Viðar B. Waage, 28 ára, nemi í rafvirkjun
Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir, 59 ára, sjúkraliði
Björn Ívar Björnsson, 33 ára, verkamaður
Jón Finnbogason, 40 ára, sérfræðingur
Þórunn Benný Birgisdóttir, 40 ára, BA í félagsráðgjöf og iðnnemi
Stefán Þór Björnsson, 47 ára, viðskiptafræðingur
Ásta Björg Björgvinsdóttir, 35 ára, tónlistarkona og forstöðukona í félagsmiðstöð
Níels Árni Lund, 70 ára, f.v. skrifstofustjóri
Frosti Sigurjónsson, 58 ára, f.v. alþingismaður
Sigrún Magnúsdóttir, 76 ára, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi


Framboðslisti Framsóknar í Reykjavík norður fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021:

Ásmundur Einar Daðason, 38 ára, félags- og barnamálaráðherra
Brynja Dan, 35 ára, frumkvöðull og framkvæmdastjóri
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 75 ára, fráfarandi formaður LEB
Gauti Grétarsson, 60 ára, sjúkraþjálfari
Magnea Gná Jóhannsdóttir, 24 ára, lögfræðingur
Lárus Helgi Ólafsson, 33 ára, kennari og handboltamaður
Unnur Þöll Benediktsdóttir, 25 ára, háskólanemi
Guðjón Þór Jósefsson, 20 ára, laganemi
Kristjana Þórarinsdóttir, 43 ára, sálfræðingur
Ásrún Kristjánsdóttir, 72 ára, hönnuður og myndlistarkona
Bragi Ingólfsson, 83 ára, efnafræðingur
Snjólfur F. Kristbergsson, 81 árs, vélstjóri
Eva Dögg Jóhannesdóttir, 38 ára, líffræðingur
Sveinbjörn Ottesen, 61 árs, verkstjóri
Gerður Hauksdóttir, 62 ára, skrifstofufulltrúi
Friðrik Þór Friðriksson, 67 ára, kvikmyndagerðarmaður
Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, 25 ára, læknanemi
Birna Kristín Svavarsdóttir, 68 ára, f.v. hjúkrunarforstjóri
Haraldur Þorvarðarson, 44 ára, kennari og handboltaþjálfari
Dagbjört S. Höskuldsdóttir, 73 ára, fyrrum verslunarkona
Guðmundur Bjarnason, 76 ára, f.v. ráðherra
Jón Sigurðsson, 74 ára, f.v. ráðherra og seðlabankastjóri