Framtíð flugfélagsins WOW air ræðst í dag. Það er ljóst eftir að allt flug á vegum félagsins var óvænt fellt niður í nótt með tilheyrandi afleiðingum fyrir farþega sem áttu pantað flug með vélum félagsins um allan heim.
Í stuttri tilkynningu á vef félagsins að unnið sé að lokafrágangi fjármögnunar og nánari upplýsingar verði gefnar við opnun markaða, kl. 9.
„Allir farþegar hafa verið látnir vita með sms skilaboðum eða tölvupósti. Farþegar WOW air sem eiga bókað far fimmtudaginn 28. mars eiga rétt á fullri endurgreiðslu eða annarri bókun með næsta lausa flugi félagsins,“ segir WOW air og biðst velvirðingar.