Fréttamiðillinn Facebook News gefinn út til reynslu í dag

Facebook vill færa fólki fréttir og passa að það fái ekki misvísandi upplýsingar.

Samfélagsmiðillinn Facebook opnaði í dag fréttamiðilinn Facebook News til reynslu, en verið er að prófa hann á hópi lesenda í Bandaríkjunum. Frá því greindi Facebook í dag.

Í tilkynningunni segir að miðlun frétta gegni mikilvægu hlutverki í lýðræðinu. Þegar vinnsla frétta sé djúp og með traustri heimildavinnu, fái fólk upplýsingar sem það geti treyst. Fólk vilji persónulega upplifun, en að fyrirtækið viti að fréttir þurfi þó að komast í gegn. Fyrirtækið vilji styðja við hvorttveggja.

Facebook News muni leyfa fólki að stilla hverskonar fréttir það sér og styðja við möguleikann á að útvíkka það enn frekar, í News flipa á Facebook og inni í Facebook appinu.

Að sögn Mark Zuckerberg, hafi hann leitað ráðgjafar hjá blaðamönnum og útgáfum áður en byrjað var að smíða Facebook News. Miðillinn mun hafa eftirfarandi eiginleika:

Fréttir dagsins – valdar af blaðamönnum fyrirtækisins

Persónulegar stillingar – byggðar á áður lesnum fréttum, deilingum og áskrift

Efnisdálkar – með mismunandi fréttaflokkum

Áskriftarfréttir – fyrir þá sem vilja hengja miðla sem þeir eru áskrifendur að, við News

Stillingar – til að fela greinar, málefni og útgefendur sem lesendur vilja síður sjá

Facebook stefnir á að þjóna bæði fréttaveitum og útgefendum, og ekki eingöngu stærstu miðlunum. Í fréttinni segir að fyrirtækið vilji nútíma fréttamiðlun á tölvuöld og leyfa einstaklingsbundinni og sjálfstæðri blaðamennsku að blómstra. Til þess verði algórythminn útvíkkaður til að drífa fréttavalið á mestöllum fréttum Facebook News.

Einskonar sjálfstæð ritstjórn mun velja helstu fréttir og nota við það leiðbeiningar fyrirtækisins sem birtar verða opinberlega. Fyrirtækið mun nota staðreyndamæli til að sigta út óáreiðanlegar fréttir og falsfréttir, hatursorðræðu, klikkbeitur o.fl. Að lokum þurfa að vera nægilega margir sem sýna málaflokki áhuga til að hann komist inn í Facebook News.