Breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Christopher Snowdon verður gestur og fyrirlesari í Frjálsa sumarskólanum, sem verður haldinn á morgun, laugardaginn 1. júní nk., að því er segir í fréttatilkynningu frá Samtökum frjálslyndra framhaldsskólanema (SFF) sem standa fyrir viðburðinum.
Frjálsi sumarskólinn var fyrst haldinn árið 2016 og verður hann nú haldinn í þriðja skiptið, að Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík frá kl. 12-18.10 og eru allir velkomnir.
Snowdon hefur gagnrýnt „mömmuríkið“, eða afskipti stjórnvalda af fólki í lýðheilsumálum. eins og áfengi og offitu. Hann skrifaði bækurnar ,,Killjoys’’ (2017), ,,Selfishness, Greed and Capitalism’’ (2015), ,,The Art of Suppression: Pleasure, Panic and Prohibition Since 1800’’ (2011), ,,The Spirit Level Delusion’’ (2010) og „Velvet Glove, Iron Fist’’ (2009). Hann er sjálfstæður blaðamaður og skrifar fyrir The Spectator, Cap-X, Spiked og er ritstjóri Nanny State Index.
Ásamt honum verða með fyrirlestra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður, Gunnlaugur Jónsson, stofnandi Fjártækniklasans, Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, Magnús Örn Gunnarsson, svæðisstjóri European Students for Liberty og Piotr Markiełaŭ, alþjóðaritari European Students for Liberty og baráttumaður fyrir einstaklingsfrelsi frá Hvíta-Rússlandi.
Skráning og nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu skólans.