Gagnrýnd fyrir að segjast hlakka til verkfalls

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, hefur verið nokkuð gagnrýnd í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í dag fyrir að lýsa því yfir að hún hlakki mikið til þess að fara í verkfall á morgun.

„Ég er mjög ánægð með að geta farið í verk­fall. Ég hlakka mikið til,“ sagði hún við Fréttavef Morgunblaðsins eft­ir að dóm­ur­inn féll og bætti við að hann hefði mikla þýðingu.

„Morg­undag­ur­inn er fyrsti dag­ur­inn í mik­il­vægri upprisu lág­launa- og verka­kvenna á Íslandi sem eng­inn hef­ur í raun tekið að sér að berj­ast neitt sér­stak­lega fyr­ir. Eng­inn hef­ur tekið að sér að gæta sér­stak­lega hags­muna okk­ar,“ sagði hún.

Verkfallið er löglegt!

Félagsdómur hefur dæmt okkur í vil. Verkfallið er löglegt! Greva este legală! The strike is legal! Strajk jest legalny!

Posted by Efling on Thursday, March 7, 2019

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, seg­ir mik­il­vægt að fólk vandi orðalag sitt þegar það ræðir um verk­föll.

„Verk­föll valda miklu tjóni í sam­fé­lag­inu öllu og skapa álag á þeim vinnu­stöðum sem verk­fallið tek­ur til. Ég legg áherslu á að við ræðum þessi mál af yf­ir­veg­un og mér finnst ekki við hæfi að fólk hlakki til verk­falla,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín í samtali við mbl.is.

Hér að neðan má sjá nokkur ummæli fólks á samskiptamiðlum um málið.