Gefa RÚV vikufrest, stefna annars fyrir meiðyrði og tilhæfulausar ásakanir

Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. / Viljinn: Brynja Kristinsdóttir.

Hjónin Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fv. utanríkisráðherra, og Bryn­dís Schram fv. leikkona og skólameistari, skrifa opið bréf til út­varps­stjóra í Morg­un­blaðinu í dag þar sem þau gefa hon­um, starfs­mönn­um RÚV og viðmæl­end­um viku til að biðjast af­sök­un­ar ann­ars verði þeim stefnt. 

Í löngu bréfi, þar sem þau rekja ásakanir í sinn garð og ranghermi, svo þau kalla svo, segj­ast þau ætla að stefna Magnúsi Geir Þórðar­syni út­varps­stjóra, fyr­ir hönd Rík­is­út­varps­ins, og starfs­mönn­um hans, sem og viðmæl­end­um, fyr­ir rétt, til þess að fá meiðyrði, rang­hermi og til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir, dæmd­ar dauðar og ómerk­ar. Og að Rík­is­út­varp­inu verði skylt að bæta þolend­um þess­ar­ar ófræg­ing­ar­her­ferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyr­ir af völd­um RÚV. 

Segja þau tjónið sem þetta mál hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra vera óbætanlegt.

„Spyrja má, hvernig áheyr­end­ur geti myndað sér for­dóma­lausa skoðun á um­fjöll­un­ar­efni, ef frétta­menn bjóða þeim bara upp á ein­hliða frá­sögn ann­ars deiluaðila; velja það eitt til birt­ing­ar úr gögn­um máls, sem hent­ar fyr­ir­fram­gef­inni niður­stöðu; stinga und­ir stól gögn­um, sem sanna, að fréttamaður og/ eða viðmæl­andi fer með rangt mál; eða ef fréttamaður huns­ar vott­fest­an framb­urð vitna?“ seg­ir ennfremur í bréfinu.