„Kastljósið hefur verið mikið á borgarstjórninni, æðstu menn þar sem ekkert vita og ekkert vissu, eru nú búnir að kenna öllu mögulegu um það, og núna síðast á þetta að vera allt okkur að kenna,” sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í kvöld.
Hann sagði að menn væru alveg búnir að mála sig út í horn nú þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru ýmist sakaðir um að hafa verið of kurteisir og ekki mótmælt nógu mikið, og nánast samdægurs væri kvartað undan því að gagnrýnin bitnaði á fólki.
„Það er bara þannig, að verk er ekki hægt að gagnrýna nema það sé eitthvað fólk á bakvið þau,” sagði hann.
„En við erum með breið bök, við erum líka svo mörg, stærsti flokkurinn eða sextán borgarfulltrúar, og með flesta nefndarmenn. Við getum því haldið áfram að veita aðhald út kjörtímabilið, en við erum líka tilbúin að taka við,” sagði hann.