Gleðileg jól!

Viljinn óskar hinum fjölmörgu og dyggu lesendum sínum, svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla.

Njótið helgihaldsins í faðmi fjölskyldu og vina og íhugið boðskap jólanna.

Þá er gott að hafa í huga orð hr. Sigurbjörns biskups Einarssonar heitins, sem sagði:

Guð gefi mér eilíft ljós, sem aldrei deyr.

Þannig bað fólk áður fyrr, þegar það slökkti ljós. Konu þekkti ég náið, skaftfellska, sem jafnan fór fyrr á fætur en aðrir á bænum og síðast í rúmið á kvöldin og slökkti á lampanum í baðstofunni um leið og hún gekk til sængur og sagði þá með sjálfri sér: Ljósið þitt lýsi mér, lifandi Jesús minn.

Málverkið er af Másstöðum í Hvalfjarðarsveit undir Akrafjalli, þar sem áður hét Innri Akraneshreppur. Það málaði Bjarni Skúli Ketilsson (Baski) árið 2011, en afi og amma hans bjuggu þar áður fyrr og þetta var því vettvangur jóla bernsku hans, gyllt fallegum og hlýjum minningum.