Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sló heldur betur í gegn á Norðurslóðaráðstefnu í St. Pétursborg í Rússlandi í dag, þar sem hann átti meðal annars viðræður við Vladimir Pútín forseta Rússlands.
„Ég tala alls ekki góða rússnesku,“ sagði forseti Íslands meðal annars, en bætti við að hann hefði reynt að læra hana lengi. „Og svo virðist maður vera búinn að gleyma öllu sem maður lærði,“ bætti hann við.
„En þetta get ég þó sagt og vil segja: Það er ekkert meira virði hér á jörðu en gömul og gegnheil vinátta.“