Guðni Th. Jóhannesson endurkjörinn með ríflega 92% atkvæða

Lokatölur liggja nú fyrir í forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Greidd atkvæði voru 168.821 og var kjörsókn á landsvísu 66,9%.

Guðni Th. Jóhannesson hefur verið endurkjörinn forseti Íslands með miklum yfirburðum. Hann fékk alls 150.913 atkvæði, eða 92,2%.

Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 12.797 atkvæði, eða 7,8%.

Rætt verður við nýendurkjörinn forseta Íslands í Hlaðvarpi Viljans síðar í dag um kosningabaráttuna, það kjörtímabil sem framundan er og stöðu mála í íslensku samfélagi.