Halla Tómasdóttir ríflega tvöfaldar fylgi sitt, skv. nýrri skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Hún virðist styrkja stöðu sína á kostnað allra þeirra fjögurra frambjóðenda sem verið hafa efstir í skoðanakönnunum undanfarið.
Svo virðist sem forsetakosningarnar ætli að verða jafnar og æsispennandi. Útlit er fyrir að mjótt verði á mununum, eins og í kosningunum árið 1980, þegar mikil dreifing var á atkvæðunum.
Stórsókn Höllu Hrundar Logadóttur í skoðanakönnunum er lokið, hún er hætt að bæta jafnt og þétt við sig fylgi, og þótt hún sé efst, skv. Prósent, en dalar hún engu að síður og fer úr 30% niður í 26%. Þar á eftir kemur Katrín Jakobsdóttir með ríflega 19%, Baldur Þórhallsson fær tæplega 18%, Jón Gnarr tæplega 14% og svo kemur Halla Tómasdóttir með 12,5%.
Athygli vekur, að Halla Tómasdóttir er eina af efstu frambjóðendum sem eykur verulega við fylgi sitt frá síðustu könnun Prósents, sem birt var fyrir viku.