Hallarbylting virðist hafa átt sér stað í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt, á aðalfundi þess sl. mánudag, en fráfarandi formaður, Sigurður Hólm Gunnarsson, tjáði sig um málið á Siðmenntarspjallinu í gær.
Greindi Sigurður Hólm m.a. frá því í færslu sinni að „dapurleg uppákoma hafi átt sér stað“ þegar Bjarni Jónsson, f.v. framkvæmdastjóri og Jóhann Björnsson, þá f.v. formaður hafi gert hallarbyltingu og tekið yfir stjórn félagsins með skipulagðri smölun.
Báðir hafi þeir flutt ræður þar sem þeir hafi farið fram með „dylgjum, óhróðri og beinum lygum“, skv. færslu Sigurðar Hólm, um fyrrum félaga sína í stjórn og ástæður þess að þeir létu af störfum.
Vefsíða félagsins hefur enn ekki verið uppfærð með fréttum af aðalfundi eða nýrri stjórn.