Handteknir og færðir til yfirheyrslu

Shanghala ásamt uppljóstraranum Jóhannesi Stefánssyni, fv. framkvæmdastjóra hjá Samherja. / Ljósmynd úr gögnum sem Wikileaks hefur birt.

Sacky Shang­hala, sem var dómsmálaráðherra Namibíu þar til fyrir skemmstu, og James Hatuikulipi, sem sagði af sér á dögunum sem stjórn­ar­formaður rík­is­út­gerðarfé­lags­ins Fis­hcor, hafa verið handteknir í tengslum við yfirheyrslur vegna Samherjamálsins þar í landi.

Fram­kvæmda­stjóri rann­sókn­ar á spill­ing­ar­mál­um í Namib­íu, Paul­us Noa, staðfest­ir þetta við The Nami­bi­an.

Búist er við að mönnunum verði báðum sleppt að loknum skýrslutökum.