Sacky Shanghala, sem var dómsmálaráðherra Namibíu þar til fyrir skemmstu, og James Hatuikulipi, sem sagði af sér á dögunum sem stjórnarformaður ríkisútgerðarfélagsins Fishcor, hafa verið handteknir í tengslum við yfirheyrslur vegna Samherjamálsins þar í landi.
Framkvæmdastjóri rannsóknar á spillingarmálum í Namibíu, Paulus Noa, staðfestir þetta við The Namibian.
Búist er við að mönnunum verði báðum sleppt að loknum skýrslutökum.