Háskólastúdentar mótmæla aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Ljósmynd: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir.

Stúdentar úr Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og öðrum háskólum hafa í dag mótmælt „aðgerðaleysi ríkisstjórnar Íslands vegna þjóðarmorðsins í Palestínu“, eins og það er orðað í tilkynningu til fjölmiðla.

Nemarnir gengu úr tíma eftir hádegið og gengu niður á Austurvöll þar sem haldinn var samstöðufundur kl. 14:00, og nú standa mótmæli enn við Alþingishúsið.