Hátíðarsamkoma Frímúrara í Hörpu í kvöld í tilefni aldarafmælis

Landsfrægir tónlistarmenn úr hópi frímúrara. Frá hátíðarfundi Eddu. Tónlistarmennirnir Örnólfur Kristjánsson, Jónas Þórir Þórisson, Eiríkur Hreinn Helgason og Kristján Jóhannsson. / Gunnar Svavarsson.

100 ár eru á þessu ári frá því að reglulegt frímúr­arastarf hófst á Íslandi, en það var þann 6. janúar 1919 sem fyrsta íslenska frímúr­ara­stúkan, Edda, var vígð við hátíðlega athöfn.

Edda og raunar allt frímúr­arastarf á Íslandi, heyrði undir yfirstjórn dönsku Frímúr­ar­a­regl­unnar allt til ársins 1951, þegar Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi var stofnuð.  Fyrsti Stórmeistari hennar, en svo nefnist æðsti embætt­is­mað­urinn, var Sveinn Björnsson, forseti Íslands.

Núverandi Stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi er Valur Valsson.

Aldaraf­mælis frímúr­ara­starfs á Íslandi hefur verið og verður minnst með margvís­legum hætti  á næstu mánuðum.

Í kvöld kl. 20:00 verður sérstök hátíð­ar­samkoma Frímúr­ar­a­regl­unnar í Eldborg­arsal Hörpu þar sem 100 ára starfsins verður minnst í tali og tónum.

Hátíð­ar­sam­koman verður vegleg í tali, tónum og myndum og hefur stór hópur frímúrara unnið að dagskrá hennar um missera skeið.