Heimilt að eyða fóstri til loka 22. viku — Bjarni Ben. sagði nei

Bjarni Benediktsson hættir brátt sem fjármálaráðherra / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði og þung orð voru látin falla á Alþingi nú undir kvöld þegar frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt sem lög með 40 atkvæðum gegn 18. Athygli vakti, að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, studdi ekki stjórnarfrumvarpið og gagnrýndi harkalega afgreiðslu velferðarnefndar á því og álit hennar.

Hart var tekist á um málið, enda það mjög umdeilt í samfélaginu. Felld var tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um að taka það af dagskrá þingfundar í dag í því skyni að ná meiri sátt um það. Jafnframt var felld breytingatillaga Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að hætta við það ákvæði frumvarpsins um að heimilt verði að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku þungunar.

Atkvæði féllu þannig:

Njáll Trausti Friðbertsson: greiðir ekki atkvæði, Oddný G. Harðardóttir: já, Ólafur Þór Gunnarsson:já, Ólafur Ísleifsson: nei, Óli Björn Kárason: nei, Páll Magnússon: nei, Rósa Björk Brynjólfsdóttir: já, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: nei, Sigríður Á. Andersen: nei, Sigurður Ingi Jóhannsson: já, Jón Þór Þorvaldsson: nei, Silja Dögg Gunnarsdóttir: já, Smári McCarthy: já, Halla Gunnarsdóttir: já, Svandís Svavarsdóttir: já, Vilhjálmur Árnason: fjarverandi, Willum Þór Þórsson: já, Þorgerður K. Gunnarsdóttir: já, Þorsteinn Sæmundsson: nei, Þorsteinn Víglundsson: já, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir: fjarverandi, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir: já, Hjálmar Bogi Hafliðason: já, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir: já, Andrés Ingi Jónsson: já, Anna Kolbrún Árnadóttir: greiðir ekki atkvæði, Ari Trausti Guðmundsson: já, Ágúst Ólafur Ágústsson: já, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: já, Ásmundur Einar Daðason: já, Ásmundur Friðriksson: nei, Bergþór Ólason: nei, Birgir Ármannsson: nei, Birgir Þórarinsson: nei, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir: já, Bjarni Benediktsson: nei, Björn Leví Gunnarsson: já, Bryndís Haraldsdóttir: já, Brynjar Níelsson: nei, Guðjón S. Brjánsson: já, Guðlaugur Þór Þórðarson:já, Guðmundur Ingi Kristinsson: nei, Guðmundur Andri Thorsson: já, Gunnar Bragi Sveinsson: nei, Halla Signý Kristjánsdóttir: já, Halldóra Mogensen: já, Hanna Katrín Friðriksson: já, Haraldur Benediktsson: greiðir ekki atkvæði, Helga Vala Helgadóttir: já, Helgi Hrafn Gunnarsson:já, Inga Sæland: nei, Jón Gunnarsson: nei, Jón Þór Ólafsson: já, Jón Steindór Valdimarsson: já, Karl Gauti Hjaltason: nei, Katrín Jakobsdóttir: já, Kolbeinn Óttarsson Proppé: já, Kristján Þór Júlíusson: já, Alex B. Stefánsson: já, Lilja Rafney Magnúsdóttir: já, Líneik Anna Sævarsdóttir: já, Logi Einarsson: já, Steingrímur J. Sigfússon: já